Námskeið ADHD samtakanna - skráning er hafin.
Skráning er hafin á vinsælustu námskeið ADHD samtakanna, sem haldin verða í haust. Um er að ræða fjögur námskeið, sem öll hafa verið haldin í einu eða öðru formi á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof þátttakenda. Nánar má fræðast um námskeiðin hér að neðan.
Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær.
Ég get! Námskeið fyrir 14-16 ára unglinga með ADHD - aðeins 12 þátttakendur - hægt að greiða með frístundastyrk.
Skemmtilegt og fræðandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 14-16 ára unglinga með ADHD (8.-10. Bekkur). Námskeiðið samanstendur af fræðslu, umræðum og léttum verkefnum og hvatt er til virkrar þátttöku unglinganna.
Almenn fræðsla um ADHD er mikilvægur þáttur í að unglingarnir öðlist skilning á sjálfum sér og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra í daglegu lífi og sætti sig við greininguna.
Meiri áhersla er þó lögð á að efla sjálfsmynd unglinganna með því að draga fram þá styrkleika sem þeir búa yfir og benda þeim á leiðir til að nýta styrkleikana sína til að vinna með erfiðleikana.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík, það er 20 klukkustundir og stendur í 10 vikur, hefst 28. ágúst og lýkur 30. október. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD
Markmið námskeiðsins er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 5. nóvember nk. í Reykjavík.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar kr. 5.900,- ein og sér.
Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, laugardagana 14. og 21. september 2019, frá kl. 10-15 en boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára unglinga með ADHD
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, laugardagana 9. og 16. nóvember 2019, frá kl. 10-14 en boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.