Skólinn og ADHD – Nýtt námskeið í haust

Enn bætist í flóru námskeiða sem samtökin eru bjóða uppá, en nú í enda ágúst hefst nýtt námskeið sem ætlað er kennurum og öðru starfsfólki skóla sem vinnur með börnum með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu skólasamfélagsins á ADHD röskuninni og þeim eiginleikum og áskorunum sem henni fylgja.

Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Fjallað er um kvíða og depurð og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Að auki er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu og umönnun barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra í námi, samstarfi og leik.

Námskeiðið sem er fjarnámskeið, fer fram laugardaganna 27. ágúst og 3. september er kennt í tvo tíma í senn frá 10 til 12 báða daganna. Félagsfólk samtakanna fær afslátt að skráningargjaldinu og svo er hægt að sækja um til stéttarfélaga um niðurgreiðslu. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/skolinn-og-adhd