Skólaumhverfið og ADHD - Síðasti séns til skráningar

Síðasti séns til að skrá sig á vefnámskeiðið ADHD og skólaumhverfið en það fer fram núna á laugardaginn (18. febrúar) en námskeiðið er ætlað starfsfólki skóla sem kemur ekki beint að kennslu barna en vinnur náið með þeim í leik og starfi. Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum barnsins.

Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum, fataklefar, íþróttaaðstaðan og tómstundamiðstöðin eru staðir sem börn með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þessum aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks skóla og frístundamiðstöðva geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD með því að byggja á styrkleikum. Samskipti og samvinna þeirra sem koma að börnum með ADHD geta skipt sköpum ásamt því að samræma viðbrögð.

Fyrirlesari er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

Dagsetning  Vikudagur Tímasetning
18. febrúar  Laugardaginn      Kl. 10:00 - 13:00

 

Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér.