Skilningur skiptir máli

Skilningur skiptir máli

ADHD samtökin standa fyrir fræðslufundum mánaðarlega þar sem boðið er upp á fræðslu um ýmislegt tengt ADHD ásamt reynslusögum. Fundirnir hafa verið vel sóttir þetta haustið og áhuginn á þeim fer vaxandi. Upptaka af fundinum er aðgengileg í viku til tvær og því auðvelt að taka fræðsluna á eigin hraða, endurtaka eða glósa.

Það er margt spennandi framundan og hvetjum við ykkur til þess að fylgjast með og láta fleiri vita, það er jú þannig að flest það sem nýtist einstaklingum með ADHD nýtist öðrum líka.

Næstu fræðslufundir

  1. desember ADHD og svefn barna
  2. janúar Að mæta börnum sem eru með ADHD og einhverf
  3. febrúar ADHD – forvitni og fikt ávanaefna hjá ungmennum
  4. mars Að nýta tæknina við lestur og ritun

Frekari upplýsingar um fræðslufundina má finna á Viðburðir | ADHD samtökin

Öll eru velkomin á staðinn en streymi frá fundunum er eingöngu aðgengilegt félagsfólki. Árgjald ADHD samtakanna er hóflegt 3950kr og félagsfólk fær afslátt af námskeiðum á vegum samtakanna, vörum í vefverslun ásamt því að hafa aðgang að fræðslufundum í streymi í gegnum ADHD í beinni sem er lokaður hópur fyrir félagsfólk á Facebook.

Hér er hægt að ganga í samtökin: Ganga í ADHD samtökin | ADHD samtökin