Óli Stefán Flóventsson
Rútína og lyfin verða að vinna saman til að ég virki sem best sagði Óli Stefán þegar hann deildi reynslu sinni með okkur á fundi í gærkvöld. Þar fór hann yfir sitt líf og hvernig hann sér í dag ýmis einkenni ADHD sem höfðu áhrif á hann hvað varðar sjálfsmynd, kvíða og þróun alkólhólisma. Óli Stefán var einlægur og margir tengdu sterkt við hans lífsreynslu og fóru út með góð ráð af fundinum. Upptaka af fundinum er aðgengileg fyrir félagsfólk inni á Facebook í hópnum ADHD í beinni. Ef þú misstir af þessu hvetjum við þig til að gefa þér tíma og hlusta.
Hér er hægt að ganga í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd