Stjórnandi fundarins verður Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna, en hann hefur verið í framlínu umræðunnar um ADHD lyf og akstur ökutækja. Einnig mun Anna Margrét Kristjánsdóttir lögfræðingur sitja fyrir svörum gesta.
Á fundinum verður farið yfir röð atvika sem kom fram í fréttum fyrir stuttu um handtöku manns sem var á ADHD lyfjum undir stýri. Það eru margir sem geta tengt við þessa umræðu og bjóðum við öllum þeim sem vilja taka þátt í spjallinu og fræðast hjartanlega velkomin. Beint streymi fyrir félagsfólk á öllu landinu.
Fundurinn verður haldinn 27. september kl. 20:00-22:00 Háaleitisbraut 13, 4.hæð, Öll velkomin, félagsmenn og aðrir. Fundurinn verður eins og fram hefur komið einnig í streymi og getur félagsfólk fengið aðgang að því í ADHD í beinni hér.
Facebook viðburðinn má finna hér.
Hér er tengill til að skrá sig í samtökin.
Verið velkomin á fræðslufundinn!