Pop it - push up fiktvörurnar fást nú í vefverslun ADHD samtakanna.
Hinar geysi vinsælu pop it - push up fiktvörur eru nú loksins fáanlegar í vefverslun ADHD samtakanna. Mikið úrval forma og lita og verðið hvergi lægra. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna fá 25% afslátt. Skoðaðu úrvalið hér - Pop it - push up fiktvörur.
Þessar nýju fiktvörur hafa notið mikilla vinsælda á liðnum vikum um allann heim. Þær eru gerðar úr mjúku og þjálu gúmmíi, fara vel í hendi og veita fiktþörfinni útrás. Þeir sem elska að fikta i gamla góða kúluplastinu eiga eftir að elska þessar vörur.




Meðal þeirra forma sem nú fást hjá ADHD samtökunum eru ferningar, allskyns hringir, stjörnur, hjörtu og átthyrningar, einhyrningar, hvalir, krabbadýr, blóm, ávextir, risaeðlur ofl.

Pop it - push up vörurnar kosta kr 1.860 stykkið, en skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna fá 25% afslátt þar að auki - stykkið á kr 1.395,- Hægt er að gerast félagsmaður í ADHD samtökunum hér - gerast félagsmaður í ADHD samtökunum.
Vörurnar er hægt að skoða og nálgast á skrifstofu samtakanna Háaleitisbraut 11-13, 3. hæð milli 13 og 16 alla virka daga, eða fá sendar heim, hvert á land sem er.