Orkuboltar og íþróttir - málþing ADHD Samtakanna

Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD.

Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er föstudaginn 29. október næstkomandi kl. 13:00-16:00. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í  íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD.

Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD.

Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum.

Dagskrá Málþingsins

12:30 – 13:00   Móttaka og skráning
13:00 – 13:10   Setning málþings
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.

13:10-13:20   Ávarp
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 

13:20 – 14:00   TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD 
Bóas Valdórsson sálfræðingur MH.

14:00- 14:30   YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun
Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás.
Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás.

14:30 – 14:50   Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“

14:30  - 14:50   KAFFIHLÉ

14:50  – 15:20   Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF
Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra.

15:20– 15:50   „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu  með börnum
Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni.

15:50 – 16:00   Samantekt og málþingsslit

Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari 
Málþingið er hluti af alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði og er lokaviðburður mánaðarins

Skránignargjald er 5.000.- en verð fyrir félagsfólk samtakanna er 2.500.- Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér - skráning í ADHD samtökin. 

Skráning á málþingið