Nýtt ár meiri fræðsla

Nýtt ár meiri fræðsla

Fræðslu og spjallfundir ADHD samtakanna hafa verið mjög vel sóttir og við hefjum nýja árið með fundi 15. janúar kl. 20:00

Inga Aronsdóttir móðir, leikskólakennari og sérkennsluráðgjafi deilir reynslu sinni um gagnlegar leiðir til að mæta börnum sem greind hafa verið með ADHD og einhverfu í skóla og heima. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að hlúa að sjálfsmynd barnanna og vellíðan þannig að þau komi sem sterkust út í lífið eftir að skólagöngu lýkur.


Öll eru velkomin á staðinn meðan húsrúm leyfir (Háaleitisbraut 13, 4. hæð) en fundurinn er eingöngu aðgengilegur félagsfólki í streymi á ADHD í beinni á Facebook.

Hér getur þú gengið í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd