Náum áttum: Áhrif snjalltækja í grunnskólastarfi

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 21. janúar undir yfirskriftinni "Eru snjalltækin að breyta skólastarfi?"

Fyrirlesarar eru þau Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla, Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla og Sigurður Haukur Gíslason grunnskólakennari. Erindi þeirra fjalla um ýmsar hliðar netvæðingar og áhrif algengra snjalltækja á skólastarfið, nemendur og kennara.Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir.

Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.100 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.

Skráning á fundinn