Námskeið sem virkar - Kærleikur í kaos
Stuðningur og fræðsla sem þú tekur á þínum tíma.
Netnámskeiðið Kærleikur í kaos er raunverulegt úrræði sem styður við foreldra til að bæta samskipti, fjölskyldumynstur og líðan.
Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem koma að börnum með ADHD geta nýtt þetta námskeið.
Kærleikur í kaos er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 - 10 ára með ADHD og skyldar raskanir og byggist á dönsku foreldranámskeiði KIK – Nu! sem hefur nú verið þýtt og staðfært yfir á íslensku. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns.
Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir félagsfólk ADHD samtakanna og fjölskyldur þeirra, utanfélagsfólk greiðir 7.900 krónur fyrir aðgang að námskeiðinu.
Allar frekari upplýsingar má finna hér: Kærleikur í kaos