ADHD samtökin eru meðal 45 samtaka sem mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala -
háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki
til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um. Þau skora meðala annars á stjórnvöld að
umhverfi sjúklinga og aðstandenda standist lög og metnað íslenskrar þjóðar.
Í ályktuninni segir að um sé að ræða niðurskurð sem kann að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem
njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Þau
skora á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að tryggja að umhverfi
sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vill sýna.