Markaður var haldinn í íþróttahúsinu á Blönduósi á laugardaginn en þar var ýmislegt til sölu. Hægt var
að kaupa bæði notaðar og nýjar vörur, húnvetnskt handverk, eplaskífur og kakó að dönskum sið. Fjölmenni sótti markaðinn
og þótti hann hafa tekist mjög vel. Allur ágóði að borðleigu rann óskiptur til ADHD samtakanna.
Þær stöllur Snjólaug og Kristjana, sem sáu um undirbúning markaðarins, voru að vonum ánægðar með þátttökuna og
heimsóknirnar og vildu koma á framfæri þakklæti til allra komu og tóku þátt.
Þessi frétt var tekin af vef Húnahornsins hér: http://www.huni.is/index.php?cid=9419&pid=32
ADHD samtökin þakka Snjólaugu og Kristjönu og öllum öðrum sem markaðinn sóttu, kærlega fyrir stuðninginn. Slíkur stuðningur
skiptir miklu máli fyrir samtökin. Við sendum þeim jólakveðju!