Lyf og ADHD - Fræðslufundur á Facebook

Opinn fræðslufundur um Lyf og ADHD á Facebook.
Opinn fræðslufundur um Lyf og ADHD á Facebook.

Á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Miðvikudaginn 22. apríl næst komandi kl. 19:30 verður fjallað um Lyf og ADHD. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Fræðslufundirnir sem þegar hafa verið ákveðnir eru þessir - sjá nánar á Facebook viðburði fræðslufundanna:

22. apríl kl. 19:30 - Lyf og ADHD.

Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna en honum má senda spurningar fyrir fundinn - netfang Vilhjálms.

 

29. apríl kl. 19:30 - ADHD, svefn og streita.
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

6. maí kl. 19:30 - Taktu stjórnina - ADHD markþjálfun.
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

13. maí kl. 19:30 - Náin sambönd og ADHD.
Umsjón: Elín Hinriksdótir, formaður ADHD samtakanna.

 

Nánari upplýsingar um fræðslufundina og upptökur af fyrirlestrunum má finna á heimasíðu ADHD samtakanna - hér.

Fræðslufundirnir eru opnir öllum en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin og styrkja þannig starfsemina geta gert það hér:

https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Þá vekjum við athygli á vefverslun samtakanna, en þar er m.a. hægt að fá margskonar fikt-, leik- og þroskandi vörur og fjölda bóka sem nýst geta vel við nám og daglegt líf með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara á ýmsum vöruflokkum. Vefverslun ADHD samtakanna.