Krefjandi útivistarnámskeið fyrir unglinga með ADHD (13-15 ára)

Skátarnir bjóða upp á krefjandi útivistarnámskeið á Úlfljótsvatni fyrir 13-15 ára unglinga með ADHD.

Dagskráin er spennandi með mikilli útivist og markmiðið er að unglingarnir læri að vera sjálfbjarga þegar kemur að útivistinni. Farið verður í öryggisatriði í klifri, sigi og ferðum á vatni og þau atriði sem þarf að hafa í huga í styttri sem lengri ferðum á fjöll. Það verður eldaður matur yfir opnum eldi og á prímusum og farið í kanóferðir.  Námskeiðið endar á 2 daga gönguferð á Hellisheiðina þar sem gist er í skátaskálunum sem þar eru.

Þá verður kynning á starfi Skátanna og Landsbjargar á meðan á námskeiðinu stendur en á báðum stöðum er starfsemi fyrir unglinga sem hafa áhuga á útivistarstarfi.

Lögð er sérstök áhersla á að vinna með ADHD þátttakenda. Gefin er góður tími til að skoða styrkleika hvers og eins og þátttakendum boðið að ræða um ADHD, hvernig það hefur áhrif á lífið og hvernig hægt er að nýta sér kostina og vinna með áskoranirnar.

 

Námskeiðið verður dagana 7.-12. júlí

 

Nánari upplýsingar og skráning HÉR