Kosningasíða ADHD samtakanna

Kosningasíða ADHD samtakanna er komin í loftið. Þar er hægt að nálgast svör stjórnmálaflokkanna við spurningum um hvernig þeir hyggjast leysa þann gríðarlega vanda sem er til staðar í málefnum fólks með ADHD. Flokkarnir fengu alls fjórar spurningar til að svara og þeim var einnig gefin kostur á að koma á opinn fund ADHD samtakanna og kynna svör of sýn þeirra á hvernig á að leysa þann vanda sem er fyrir hendi. Hér að neðan eru spurningarnar og tenglar inná svörin.

Spurningarnar:
1. Eyða biðlistum eftir greiningum og meðferð
2. Tryggja greiðann aðgang að meðferðarúrræðum um allt land
3. Tryggja ókeypis greiningar og almenna greiðsluþátttöku vegna meðferðarúrræða sálfræðinga og geðlækna
4. Stórauka fræðslu um ADHD, aðrar raskanir og fötlun í skyldunámi kennara

 Hér er hægt að nálgast svörin og einnig upptöku af opnum fundi samtakanna frá 4. sept.