Hvort sem þú ert skapandi eða ekki taktu þátt!

Hvort sem þú ert skapandi eða ekki taktu þátt!

Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Öll eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þau telji sig skapandi eða ekki. Ávinningur af rannsókninni felst í aukinni þekkingu á erfðaþáttum sem liggja að baki sköpunargáfu og hugsanlegum tengslum við geð- og taugaþroskaraskanir. ADHD samtökin hvetja alla til að leggja rannsókninni lið og taka þátt. Frekari upplýsingar um rannsóknina má finna hér: https://skapandi.rannsokn.is/