Vel á þriðja tug einstaklinga munu hlaupa í fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Enn er hægt að slást í hópinn og/eða styðja hann - bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum.
Með því að heita á hlaupranna í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri en ella. Bæði er hægt að heita á einstaka hlaupara eða hópinn í heild, en sú leið hentar auðvitað sérstaklega vel fyrir fyrirtæki og þá sem þekkja marga í hópnum.
Hér er hægt að heita á einstaka hlaupara eða hópinn í heild: Hlaupastyrkur-ADHD https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=408
Í meira en 30 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Þjónusta ADHD samtakanna er til reiðu fyrir alla landsmenn en í samtökunum eru hátt í 4000 félagsmenn. Aðildin gildir fyrir alla fjölskyldu viðkomandi, enda eru oft margir í sömu fjölskyldu með ADHD.
Líklega glíma allt að 20.000 einstaklingar við ADHD á Íslandi í dag - 8.000 börn og 12.000 fullorðnir, mjög margir sem ekki hafa fengið greiningu eða úrræði við hæfi sem gætu stórbætt lífsgæði og dregið verulega úr ýmsum samfélagslegum kostnaði; brottfalli úr skólum, vímuefnanotkun, einelti, örorku, lyfjanotkun og ýmiskonar heilbrigðisvanda.
ADHD samtökin veita félagsmönnum, öllum almenningi, opinberum stofnunum og fagfólki ýmiskonar ráðgjöf, fræðsluefni og upplýsingar, öllum að kostnaðarlausu og standa jafnframt fyrir öflugu námskeiðahaldi, fræðslufundum og útgáfustarfsemi.
Með þínum stuðningi viljum við og getum við, eflt þetta starf enn frekar - öllum til heilla.
Vertu með - styðjum Team ADHD