ADHD Vestmannaeyjar bjóða upp á opinn spjallfund um heimlærdóm og ADHD,, Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?!'' þann 30. sept nk. kl. 19:30.
Fundir ADHD Vestmannaeyja eru haldnir fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Nú eru skólarnir komnir á fullt og eftir allt covid fárið er afar mikilvægt að vel takist til. Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka heimanámið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og varaformaður ADHD samtakanna fer yfir helstu áskoranir varðandi heimanám og skólastarf og bendir á hagnýt ráð sem virka og leiðir umræður.
Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Spjallfundir ADHD samtakanna í Reykjavík eru haldnir á miðvikudagskvöldum, tvisvar sinnum í mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.
Skráðu þig á Facebook á viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu.
Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!