Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti.
Þröstur Emilsson var í dag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en þeirri stöðu gengdi Þröstur á árunum 2013 til 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var Þresti jafnframt gert að greiða ADHD samtökunum til baka þá fjármuni sem hann dróg sér auk málskostnaðar. Við fyrirtöku málsins, játaði Þröstur brot sín eins og þau voru fram sett í ákæru saksóknara.