Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 27. febrúar og 5. mars 2016.

SKRÁNINGU ER LOKIÐ

Boðið verður upp á fjarfundabúnað ef þátttaka er næg.

DAGSKRÁ: 

Laugardagur 27. febrúar 2016

Kl. 10:00–11:15      Hvað er ADHD?
Fyrirlesari: Páll Magnússon sálfræðingur
Kl. 11:15–11:30   Hlé
Kl. 11:30–12:45   Lyfjameðferð við ADHD
Fyrirlesari: Katrín Davíðsdóttir barnalæknir
Kl. 12:45-13:30    Matarhlé
Kl. 13:30-14:45    Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert?
Fyrirlesari: Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur

Laugardagur 5. mars 2016

Kl. 10:00-11:15    Samskipti  innan fjölskyldna barna með ADHD
Fyrirlesari: Bóas Valdórsson sálfræðingur
Kl. 11:15-11:30    Hlé
Kl. 11:30-12:45    ADHD og nám
Fyrirlesari: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur
Kl. 12:45-13:30    Matarhlé
Kl. 13:30-14:45    Líðan barna með ADHD
Fyrirlesari: Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur

Hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD.

        Einstaklingur       Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur
Félagsmenn   Kr. 12.500   Kr. 20.000
Aðrir   Kr. 20.500   Kr. 28.000