Á fundinum munu fulltrúar frá skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar og fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar fjalla um mikilvægi samvinnu heimilis og skóla í tengslum við börn með ADHD og miðla af reynslu sinni um árangurríkar aðferðir. Einnig verður boðið upp á umræður. Gengið inn um aðalinngang Akurskóla Tjarnabraut 5. 260 Reykjanesbæ. Hægt er að leggja bílum á bílastæði við íþróttahús, hægra megin við skólan. Fundurinn er næstkomandi fimmtudag, 26. janúar klukkan 20:00.
Allir velkomnir, félagsmenn sem og aðrir. Heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.