ADHD og Ég er helgarnámskeið sem er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Námskeiðin hafa þau markmið að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að öll geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af og þekkja betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.
Námskeiðunum er skipt eftir kyni og má finna frekari upplýsingar hvenær hvert námskeið er og hvernig á að skrá sig.
ADHD og ég - Strákar 10-12 ára
Námskeiðið er helgarnámskeið, er samtals 5 klst. og er kennt dagana 2. og 3. mars frá 10:00 til 12:30.
Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
ADHD og ég - Stelpur 10-12 ára
Námskeiðið er helgarnámskeið, er samtals 5 klst. og er kennt dagana 2. og 3. september frá 13:00 til 15:30.
Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.