Seigla, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD - spjallfundur á Egilsstöðum

Opinn spjallfundur á Egilsstöðum um seiglu, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD.
Opinn spjallfundur á Egilsstöðum um seiglu, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD.
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með Tinnu Halldórsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú. Fjallað verður um seiglu, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD.
 
Fundurinn fer fram í Vonarlandi á Egilsstöðum, miðvikudaginn 21. apríl kl. 20:00 og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir!
 
Tinna Halldórsdóttir er verkefnastjóri hjá Austurbrú og sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari.
 
Seigla er lykilþáttur í að gera staðið af sér mótlæti, komist yfir hindranir og haft lausnarmiðaða hugsun og viðhorf að leiðarljósi. Erindi Tinnu verður byggt á þeirri nálgun að seigla sé eiginleiki sem efla megin á skipulagðan hátt með gagnreyndum aðferðum. Í því sambandi verður lögð sérstöð áhersla á hlutverk taugakerfisins ásamt því að farið verður yfir gagnlegar aðferðir.
 
Fundir ADHD Austurland eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
 
Við bendum á umræðuhópinn "ADHD Austurland" þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD.
Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu.
 
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
 
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni!