„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – opinn spjallfundur.

Opinn spjallfundur um stykleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD.
Opinn spjallfundur um stykleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD.

„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – manstu ekki eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu? ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um styrkleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD 8. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og öllu áhugafólki um öflugt atvinnulíf og ADHD.

Á fundinum mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir ræða styrkleikleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD, hvað felst í þessum eiginleikum og hvernig þeir vinna með okkur.  Við eigum von á kraftmiklum umræðum og innblæstri.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir er ráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi og stoltur meðlimur ADHD samfélagsins.  Aðalheiður hefur mikla starfsreynslu sem stjórnandi og ráðgjafi og hefur því góða innsýn í íslenskt atvinnulíf. Frekari upplýsingar um Aðalheiði er að finna á www.breyting.is. 

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.