Opinn spjallfundur um ADHD og lyf á Egilsstöðum.
ADHD Austurland halda opinn spjallfund á Egilsstöðum um ADHD og lyf, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm og sóttvarnarreglur leyfa og fer hann fram á Austurbrú.
Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.
Mætum og bjóðum vinum - byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Austurlandi.
Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu um næsta fund.
Yfirlit yfir spjallfundi á Austurlandi má sjá hér
Spjallhópur ADHD Austurland
Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.
Gerast félagsmaður. Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.