Að virka sem best með ADHD? Opinn spjallfundur á Egilsstöðum.
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með Jónu Kristínu Gunnarsdóttur, kennara og fv varaformanni ADHD samtkanna.
Að virka sem best með ADHD ?
Jóna Kristín fer yfir hvernig við getum lært að þekkja styrkleika okkar og virkjað ADHD fókusinn í daglegu lífi. Þetta er fyrsti fundurinn þetta haustið en á dagskránni er að hafa mánaðarlega fundi á Austurlandi út árið.
Fundurinn verður í Menntaskólanum á Egilstöðum, stofu 12 og húsið opnar klukkan 16:15 og dagskrá hefst kl 16:30 og eru kaffiveitingar á staðnum. ADHD Samtökin vilja færa Menntaskólanum á Egilstöðum sérstakar þakkir fyrir að styrkja samtökin með afnotum af aðstöðunni.
- Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.