Lýsing
20% afsláttur fyrir félagsmenn
Verð fyrir félagsmenn: 3.200 kr.
Félagsmenn stimpla inn AFSLÁTTARKÓÐANN í lok greiðsluferils.
Ef félagsmaður er ekki með afsláttarkóðann þá getur hann sent póst á adhd@adhd.is og fengið nýjan afsláttarkóða.
Unglingar með ADHD, foreldrar þeirra og kennarar standa oft frammi fyrir miklum og alvarlegum vanda og því þarf að leggja áherslu á að þær leiðir og aðferðir, sem kynntar eru í bókinni eru hvorki auðveldar né fljótfarnar. Þær hafa þó sýnt sig koma að gagni og verið staðfestar í rannsóknum.
Tilgangur bókarinnar er að reyna að svara að einhverju leyti algengum spurningum um ADHD. Hún er skrifuð fyrir foreldra, kennara og ekki síst fyrir unglingana sjálfa. Fjallað er um ADHD og áhrif röskunarinnar á líf unglingsins, fjölskyldu hans og nám. Þá er lögð áhersla á samskipti unglings við foreldra, kennara og aðra fullorðna. Fjallað er um sjálfsmynd unglinga, hegðunarvanda og þau vandamál sem oft fylgja unglingum með ADHD heima og í skóla. Loks er bent á leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum ADHD á unglinga, fjölskyldur þeirra og skólagöngu.
Sólveig Ásgrímsdóttir, fékk Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands, árið 2019, fyrir gerð bókarinnar og framlag sitt til málefna einstaklinga með ADHD.
Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum.
Höfundur: Sólveig Ásgrímsdóttir
Útgefandi: ADHD samtökin 2017