Aðstandendanámskeið 6-12 barna með ADHD

Dagsetning Tími Staðsetning
Haust 2025  kl. 09:00 - 16:00 Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6-12 ára aldri verður haldið Haustið 2025 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í gegnum fjarfundarbúnað.

Námskeið er haldið einn laugardag frá kl. 09:00-16:00. Ath! Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á ADHD röskunni og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nákomna. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Boðið verður upp á fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Dagskrá auglýst síðar

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd