Við mælum með þessum opna fyrirlestri fyrir foreldra, systkin og auðvitað unglingana sjálfa. Það er ýmislegt sem gæti hjálpað aðstandendum og krökkunum sjálfum varðandi nám, líðan og annað þegar næsta skólastigið tekur við.
Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.
Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Spjallfundir ADHD samtakanna í Reykjavík eru haldnir á miðvikudagskvöldum, tvisvar sinnum í mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.
Skráðu þig á Facebook á viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu.
Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!