MARS NÁMSKEIÐ 2023 - TAKTU STJÓRNINA – LOKA ÚTKALL
Skráning fer að ljúka fyrir hið sívinsæla færninámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina sem hefst 6. mars og stendur yfir í fjórar vikur. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir í heildina - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 18:00-20:30 daganna 6., 13., 20. og 27. mars 2023, sjá nánar töflu hér fyrir neðan.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og sætum fer fækkandi
Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti
- Skilningur á ADHD og ólík einkenni
- Algengir fylgikvillar
- Að sættast við greininguna – styrkleikar og vandkvæði
- Markmiðasetning
- Félagsleg samskipti almennt
- Vinna og nám
- Fjármálastjórn
- Heimilið
- Foreldrahlutverkið og samskipti við maka
- Heilbrigt líferni
Markmið námskeiðsins
Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi.
Mars námskeið
Tími |
Dagsetning |
Tímasetning |
1. tími mánudagur |
6. mars |
18:00 - 20:30 |
2. tími mánudagur |
13. mars |
18:00 - 20:30 |
3. tími mánudagur |
20. mars |
18:00 - 20:30 |
4. tími mánudagur |
27. mars |
18:00 - 20:30 |
Námskeiðsverð
39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR
44.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR
Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér.
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Verið velkomin á námskeið hjá ADHD samtökunum!