Elyass Kristinn Bouanba, nemandi við Grunnskólann á Blönduósi,
afhenti á dögunum, Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD samtakanna afrakstur sölu á Kompumarkaði á Blönduósi sem haldinn var í
íþróttamiðstöðinni rétt fyrir jólin.
Móðir hans, Snjólaug María Jónsdóttir skipulagði markaðinn í samvinnu við Kristjönu Björk Gestsdóttur. Þar seldu
þau jólakort og endurskinsmerki til stuðnings samtökunum. Eru samtökin sérstaklega þakklát fyrir stuðninginn.
Grunnskóli Blönduóss nýtur góðs af þessum fjárstyrk þar sem ADHD samtökin munu senda öllu starfsfólki skólans
fræðsluefni um ADHD.