Stelpur í stuði og Gauraflokkurinn í Vatnaskógi er skemmtileg upplifun

Starfið í Vatnaskógi hefst þetta árið eins og venjulega á því að Gauraflokkur verður starfræktur þar fyrstu vikuna í júní. Gauraflokkur er sérhópur í sumarbúðunum sem er haldinn fyrir stráka með ADHD eða skyldar raskanir. Þetta er í sjötta skiptið sem tekið er á móti drengjum í Gauraflokki.

Þá mun jafnframt verða haldinn hópur í þriðja skipti fyrir stelpur i stuði. Það er hópur, sem er sambærilegur Gauraflokknum, að öðru leyti en því að hann er ætlaður stelpum og er haldinn í Kaldárseli. Gauraflokkur og Stelpur i stuði njóta sívaxandi vinsælda en Gauraflokkurinn hefur meðal annars hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins.

Skráning er hafin í hópana en það má kynna sér Gauraflokkinn betur með því að smella hér og Stelpur í stuði með því að smella hér.

Greinin er eftir Jón Hákon Halldórsson og er tekin héðan af Vísi:
http://www.visir.is/gauraflokkur-og-stelpur-i-studi-njota-sivaxandi-vinsaelda-/article/2012120418958