Opnir spjallfundir um ADHD á Akureyri
ADHD samtökin munu á næstu misserum standa fyrir opnum spjallfundum á Akureyri. Spjallfundirnir eru liður í aukinni þjónustu samtakanna á svæðinu, undir merkjum ADHD Norðurland og verða þeir haldnir einu sinni í mánuði, kl. 20:00 - 22:00 í Grófinni, á fjóðru hæð í Hafnarstræti 95.
Dagskrá næstu tveggja funda hefur þegar verið ákveðin og geta áhugasamir skráð sig og fylgst með framhaldinu á Facebook hópi spjallfundanna - Spjallfundir ADHD Norðurland:
Sigurvegarar með ADHD - þriðjudaginn 16. april kl. 20:00-22:00 stýrir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjónarkona í ADHD samtökunum spjalli um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD, sem vill ná árangri í námi, starfi og lífinu sjálfu. Hvernig vinnum við gegn kvíða, byggjum upp sjálfstraust og nýtum með jákvæðum hætti þá eiginleika sem ADHD færði okkur í vöggugjöf?
Lyf og ADHD - fimmtudaginn 16. maí, kl. 20:00-22:00 stýrir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna umræðum um lyf og ADHD. Hvaða lyf eru í boði? Hvernig vika þau? Hvað um aukaverkanir, svefn, akstur, fíkn... og allt hitt sem þú vildir vita um ADHD lyf en þorðir ekki að spyrja.
Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95., 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni.