Spjallfundir

Ákveðið hefur verið  að prófa að hafa spjallfundina aðeins sérhæfðari en verið hefur og hafa þá fyrir 4 mismunandi hópa og hvern hóp þá einu sinni í mánuði.  Ætlum við að prófa að skipta hópunum niður í  eftirfarandi hópa

Fimmtudagurinn             3. Nóv.                 Spjallhópur  fyrir foreldra barna með ADHD og skyldar raskanir
Fimmtudagurinn             10. Nóv.               Spjallhópur fyrir foreldra unglinga með ADHD og skyldar raskanir á aldrinum 13-18 ára
Fimmtudagurinn             17. Nóv.               Spjallhópur fyrir ungmenni með ADHD og skyldar raskanir á aldrinum 18-25 ára                
Fimmtudagurinn             24. Nóv.               Spjallhópur fyrir fullorðna með ADHD og skyldar raskanir

Umsjónarmenn þessa fyrsta fundar vetrarins  verða Björk Þórarinsdóttir formaður ADHD samtakanna og Kristjana Ólafsdóttir meðstjórnandi.


Vonumst við til að þessi nýbreytngi mælist vel fyrir og hlökkum til þess að sjá sem flesta klukkan 20.00 í fundarherbergi Sjónarhóls á 4. Hæðinni.