RÚV - Spegillinn 31.10.2013
Spegillinn á RÚV fjallaði um afmælisráðstefnu ADHD samtakanna og ræddi meðal annars við Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni
á göngudeild og bráðamóttöku geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hún segir að ef ofvirkni og athyglisbrestur greinist ekki og sé ekki meðhöndlað, margfaldist hætta á námsörðugleikum,
þunglyndi og kvíða og börnum og unglingum og líkur aukist á að þau verði vímuefnum að bráð og lendi upp á kant við
samfélagið.
Frá forvarnasjónarmiði skiptir gríðarlegu máli að athyglisbrestur og ofvirkni, ADHD, greinist og
meðhöndlist snemma og rétt. Gerist það ekki getur það valdið þeim sem þjást af þessari taugaröskun miklum vanda á
fullorðinsárum. Margir fullorðnir líða fyrir ADHD sem ekki hefur verið greint eða meðhöndlað. Fjölþjóðleg ráðstefna um
ADHD var haldin í Reykjavík um helgina, þar sem farið var yfir sviðið og það nýjasta sem rannsóknir hafa leitt í ljós.
Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á göngudeild og bráðamóttöku geðdeildar Landspítala
Háskólasjúkrahúss sat ráðstefnuna. Hún segir í viðtali við Spegilinn að meðferð verði því erfiðari og
flóknari eftir því sem meðferðaþeginn er eldri þegar meðferð hefst. Ómeðhöndlað ADHD geti leitt til margskonar geðrænna
örðugleika og skertra lífsgæða eftir því sem á ævina líður.
Myndir frá afmælisráðstefnu ADHD
samtakanna