Skynúrvinnsla barna - Margbreytileiki skynjunar og daglegt líf með ADHD

Skynúrvinnsla hefur veruleg áhrif á daglegt líf okkar allra og mikilvægt að gera sér grein fyrir því á hvern hátt skynúrvinnsla og viðbrögð við áreitum getur litað þátttöku og færni barna og fullorðinna með og án ADHD. Fjallað verður um skynjun og skynúrvinnslu og á hve mismunandi máta við vinnum úr og bregðust við  þeim aragrúa áreita sem á okkur dynja. Einnig verður tæpt á ýmsum bjargráðum sem byggja á margbreytileikanum og hafa það að markmiði að draga úr hamlandi árifum skynúrvinnslu á daglegt líf með ADHD.

Fyrirlesari er Sigríður K. Gísladóttir iðjuþjálfi

Staður og stund: Hátúni 10, fundarsalur á 9. hæð miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:00

Hvað kostar? Ókeypis fyrir félaga í ADHD samtökunum og þeir mega taka með sér einn gest :

Skráning fer einnig fram í síma 581 1110 alla virka daga á milli kl. 11 og 15.

Gjald er kr. 500  fyrir þá sem ekki eru félagsmenn eða gestir félagsmanna.

Gerast félagsmaður hér: http://www.adhd.is/is/styrkja-adhd/gerast-felagsmadur