Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, kom færandi hendi á dögunum og afhenti ADHD samtökunum afrakstur áheitasöfnunar eftir hringferð um Ísland á reiðhjóli. Steini sagði hringferðina fyrst og fremst hafa verið áskorun fyrir hann sjálfan en um leið vildi hann vekja athygli á ADHD samtökunum og málstað þeirra sem glíma við röskunina.
„Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD. Ég ætla ekki að vera með neinn æsing og stefni á að taka 16 daga í þetta. Það eru svona að meðaltali um 85 kílómetrar á dag,“ segir Steini í viðtali við Skessuhorn áður en hann lagði upp í hringferðina.
Steini byrjaði að hjóla fyrir tveimur árum og hjólaði Snæfellsnesshringinn síðasta sumar. Eftir það var hann verið staðráðinn í að hjóla hringveginn og lét verða af því í sumar. Anna þórðardóttir, eiginkona Steina fylgdi honum á bíl, þar sem hann gat sofið og nærst.
Ferðin gekk að óskum og fékk Steini mjög góðar móttökur í Borgarnesi við heimkomu. Margir lögðu átaki Steina og þar með ADHD samtökunum lið. Alls söfnuðust tæplega 700 þúsund krónur sem Steini og Anna kona hans afhentu Elínu Hinriksdóttur, formanni ADHD á dögunum.
Á vef Skesshorns segir að Borgnesingurinn Erlendur Samúelsson, hafi gefið 100 þúsund krónur í söfnunina og afhenti gjöfina á kvöldvöku í Englendingavík á Brákarhátíð. Erlendur glímir við afar sjaldgæfan arfgengan sjúkdóm og þiggur lyfjagjöf til að halda aftur af einkennum sjúkdóms síns. Erlendur segist í samtali við SKessuhorn þakklátur fyrir það sem heilbrigðiskerfið gerir fyrir sig og vill með gjöfinni til ADHD samtakanna leggja sitt af mörkum til að öðrum líði einnig betur.
ADHD samtökin eru Steina og fjölskyldu hans afar þakklát fyrir framtakið og sömuleiðis öllum þeim fjölmörgu sem lögðu átakinu lið. Að höfðu samráði við Steina var ákveðið að verja söfnunarfénu í útgáfu bókar um ADHD og unglinga sem er í vinnslu. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur skrifar bókina og hitti Sólveig Steina og Önnu þegar féð var afhent.
|
|
Þorsteinn Eyþórsson |
Steini mætti í Geirabakarí áður en hann lagði í hringferðina |
|
|
|
|
Þorsteinn Eyþórsson og Anna Þórðardóttir |
Sólveig Ásgrímsdóttir |
|
|
|
|
Frá afhendingu áheitanna |
Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD og Steini |
Senda póst til ADHD samtakanna
Umfjöllun Skessuhorns