12. apríl 2012 kl. 14 -16:30 í stofu H 207 í húsnæði MVS við Stakkahlíð.
Aðgangur öllum opinn og er ókeypis.
Nýlega kom út ritið Ábyrgð og aðgerðir - Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á
Íslandi á vegum Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr. Ritið er gefið út af forlaginu Codex. Rannsóknastofnunin ákvað að
grunnskólar landsins fengju afhent eintak. Á heimasíðu ráðuneytis mennta- og menningarmála segir m.a. um útgáfuna:
"Stofnunin hafði forgöngu um þverfræðilega rannsókn á einelti meðal barna á Íslandi í samstarfi við
félagsráðgjafadeild, lagadeild og menntavísindasvið Háskóla Íslands. Grunnurinn að rannsókninni voru þrjár
meistararitgerðir, sem voru samþættar í lokaskýrslu. Í ritinu er fræðilegt yfirlit og greinargerð um aðferðir sem notaðar hafa verið
hér á landi sem og erlendis til að vinna gegn einelti. Einnig eru teknar saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar auk tillagna til úrbóta. Loks er
í ritinu að finna útdrætti úr meistararitgerðunum þremur sem fjalla um einelti á þverfaglegum grundvelli."
Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum, BÆR og verkefnastjórnin fagnar því að athyglin beinist að einelti sem er
ofbeldi sem skaðar einstaklinga til langs tíma og brýtur niður jákvæð mannleg samskipti hvar sem það á sér stað. Ofbeldi er eitt af
rannsóknarsviðum meðlima í BÆR.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Vanda Sigurgeirsdóttir lektor Tómstunda- og félagsmálafræðibraut Menntavísindasviðs HÍ
Setning: Guðrún Kristinsdóttir, stjórnarformaður BÆR
Ávarp: Ágústa H Gústafsdóttir, formaður Verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti.
Erindi:
14:15 - 14:30 Daníel Reynisson, M.A. í lögfræði - Einelti frá sjónarhóli lögfræði.
14:15 - 14:30 Hjördís Árnadóttir, M.A. í félagsráðgjöf - Einelti frá sjónarhóli
félagsráðgjafar.
14:45 Kaffihlé
15:05 - 15:20 Sjöfn Kristjánsdóttir, M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræðum- Einelti frá
sjónarhóli grunnskólakennarafræða.
15.20 - 15:40 Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri, Barnaheill Viðbrögð við ritinu.
15:40 - 16:00 Fulltrúi kennaradeildar MVS.
16:00 – 16:30 Umræða
BÆR - Rannsóknarstofa í barna- og æskulýðsfræðum hefur frumkvæði að og sinnir rannsóknum á lífi og
lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags.
Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti er samstarfsverkefni Fjármála-, Mennta- og menningarmálráðuneytis og
Velferðaráðuneytis um aðgerðir gegn einelti
Árni Guðmundsson - Verkefnastjóri
www. gegneinelti.is
Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti
Samstarfsverkefni Fjármála-, Mennta- og menningarmála- og Velferðarráðuneytis
Ath -Verkefnastjóri er í 50% starfi - Vinnudagar að öllu jöfnu fimmtudagar og föstudagar