Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna verður jarðsungin í dag. Skrifstofa ADHD verður lokuð af þeim sökum í dag.
Björk Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1964. Hún varð bráðkvödd 17. desember 2015.
Foreldrar hennar eru Þórarinn Ingi Jónsson, f. 6. september 1935, og Björg H. Hjartardóttir, f. 8. mars 1937, d. 6. maí 2012. Systkini Bjarkar eru 1) Smári, f. 1955, m. Þórey Einarsdóttir, d. 2011, og 2) Rósa, f. 1956, m. Magnús Andrésson. Eiginmaður Bjarkar er Kristinn Einar Pétursson, eigandi og forstjóri Véltækni hf, f. 22. júní 1962. Foreldrar Pétur Jónsson, f. 11. september 1918, d. 4. desember 2003, og Sóley Svava Kristinsdóttir, f. 19. janúar 1928, d. 28. ágúst 2006. Systir Kristins sammæðra er a) María Anna Þorsteinsdóttir, f. 1954, systur samfeðra eru a) Sunneva Pétursdóttir, f. 1962, b) Steinunn Pétursdóttir, f. 1963.
Synir Bjarkar og Kristins eru 1) Alexander, f. 2. desember 1989, 2) Þröstur, f. 3. desember 1995.
Eftir nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð lauk Björk námi í Iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1993. Árið 2001 lauk hún BS-námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Björk hóf nám í fötlunarfræði við Háskóla Íslands árið 2013 og var enn við nám er hún lést.
Ung fór Björk í sumarvinnu á hóteli í Tönsberg í Noregi og starfaði hún í tvö sumur. Björk starfaði hjá Jóhanni Helga & co 1994-1998 er hún höf stöf hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð. Hún starfaði hjá Expó auglýsingastofu frá árinu 2004 eða þar til hún tók að sér störf fyrir Öryrkjabandalag Íslands árið 2013. Þar vann Björk við ýmis sérverkefni meðal annars við ímyndar- og markaðsmál auk þess að hafa umsjón með gerð auglýsingaherferða fyrir Öryrkjabandalagið.
Björk starfaði fyrir ADHD-samtökin allt frá árinu 2000 til dauðadags. Árið 2010 var Björk kosin formaður ADHD-samtakanna og gegndi því starfi til ársins 2014, hún var kjörin gjaldkeri samtakanna 2014 sem hún gegndi til ársloka sama ár.
Björk Þórarinsdóttir var vakin og sofin í starfi fyrir ADHD samtökin og vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu einstaklinga með ADHD og fjölskyldna þeirra. Björk átti drjúgan þátt í breyttri ímynd samtakanna og nálgun þeirra á fjölbreytt viðfangsefni, átti meðal annars frumkvæði að útfærslu á fjölbreyttu kynningarefni sem ADHD samtökin hafa gefið út síðastliðin ár, bókaútgáfu og ráðstefnuhaldi.
Björk starfaði með ýmsum nefndum á vegum Öryrkjabandalags Íslands, svo sem nefnd um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, kjarahópi bandalagsins og nefnd um algilda hönnun. Þá sat hún í nefnd um endurskipulagningu bandalagsins.
Björk verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag, 4. janúar 2016, og hefst athöfnin kl. 15.
Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna senda aðstandendum og ástvinum Bjarkar hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum.
Minningin um öflugan liðsmann og góðan félaga lifir.