Leiðinleg verkefni taka meiri tíma en skemmtileg verkefni

Þegar margir boltar eru á lofti og álagið eykst þurfum við stundum að stoppa og fækka boltunum til að geta einbeitt okkur að náminu. Bóas Valdórsson sálfræðingur og kennari fór yfir hvernig ADHD birtist og benti á leiðir og ráð sem stuðla að betri líðan í námi. Fræðslufundurinn var í opnu streymi á facebook síðu samtakanna og verður aðgengilegur þar næstu tvær vikur. Svefn, næring og slökun eru lykilþættir til að skerpa einbeitingu og lagði Bóas áherslu á að hver og einn finndi sína leið.