Hvaða áform hefur ráðherra vegna biðlista?

Hvaða áform hefur heilbrigðisráðherra um að bæta aðgengi barna að greiningu á taugaþroskaröskuninni ADHD, þ.e. athyglisbresti og ofvirkni?

Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar og einn talsmanna barna á Alþingi.

Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningum en yfir þúsund einstaklingar bíða nú greiningar, þar af rúmlega 400 börn.

Fyrirspurn Páls Vals var lögð fram á Alþingi í gær og er hún tvíþætt.


  1. Hvaða áform hefur ráðherra um að bæta aðgengi barna að greiningu á taugaþroskaröskuninni ADHD, þ.e. athyglisbresti og ofvirkni?
  2. Hyggst ráðherra bæta aðgengi að meðferð fyrir börn sem hafa verið greind með ADHD?


Eins og áður segir og ADHD samtökin hafa ítrekað vakið athygli á, eru rúmlega 400 börn á biðlistum hjá Þroska og hegðunarstöð og rúmlega 600 einstaklingar bíða greiningar hjá ADHD teymi Landspítalans. Það eru því að minnsta kosti eitt þúsund fjölskyldur á bið í heilbrigðiskerfinu vegna ADHD greiningar. Þá bíða um eða yfir 400 börn einhverfugreiningar. Afleiðingar aðgerðaleysis eru skelfilegar og kosta samfélagið langtum meira en ef gripið væri nú þegar til aðgerða, unnið á biðlistum og viðunandi aðstoð veitt. Biðlistarnir undirstrika svo ekki verður um villst hve slæm staða er í geðheilbrigðismálum Íslendinga.

Fleiri fréttir um biðlista og greiningar

Börnin látin bíða

Opið bréf til þingmann: Ég er heppinn - Ég var greindur

Börn eiga ekki heima á biðlistum

Ég er líka brjáluð!