Hvaða áform hefur heilbrigðisráðherra um að bæta aðgengi barna að greiningu á taugaþroskaröskuninni ADHD, þ.e. athyglisbresti og ofvirkni?
Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar og einn talsmanna barna á Alþingi.
Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningum en yfir þúsund einstaklingar bíða nú greiningar, þar af rúmlega 400 börn.
Fyrirspurn Páls Vals var lögð fram á Alþingi í gær og er hún tvíþætt.
- Hvaða áform hefur ráðherra um að bæta aðgengi barna að greiningu á taugaþroskaröskuninni ADHD, þ.e. athyglisbresti og ofvirkni?
- Hyggst ráðherra bæta aðgengi að meðferð fyrir börn sem hafa verið greind með ADHD?
Eins og áður segir og ADHD samtökin hafa ítrekað vakið athygli á, eru rúmlega 400 börn á biðlistum hjá Þroska og hegðunarstöð og rúmlega 600 einstaklingar bíða greiningar hjá ADHD teymi Landspítalans. Það eru því að minnsta kosti eitt þúsund fjölskyldur á bið í heilbrigðiskerfinu vegna ADHD greiningar. Þá bíða um eða yfir 400 börn einhverfugreiningar. Afleiðingar aðgerðaleysis eru skelfilegar og kosta samfélagið langtum meira en ef gripið væri nú þegar til aðgerða, unnið á biðlistum og viðunandi aðstoð veitt. Biðlistarnir undirstrika svo ekki verður um villst hve slæm staða er í geðheilbrigðismálum Íslendinga.
Fleiri fréttir um biðlista og greiningar
Börnin látin bíða
Opið bréf til þingmann: Ég er heppinn - Ég var greindur
Börn eiga ekki heima á biðlistum
Ég er líka brjáluð!