Evrópsk ADHD vitundarvika 23.-30. september 2012
Í dag föstudaginn 21. september kl. 14:00 í Tjarnarbíói verður formleg setning Evrópsku ADHD vitundarvikunnar undir slagorðinu
– Athygli, já takk! -
Ellen Calmon framkvæmdastjóri ADHD samtakanna kynnir dagskrá vikunnar; Útgáfa bæklinga, fræðslupakki handa skólum, málþing um
stöðu framhaldsskólanema með ADHD og margt fleira.
Kynntur verður nýr bæklingur í hasarteiknimyndastíl sem útskýrir fyrir börnum hvað ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni) er.
Hugleikur Dagsson fer með gamanmál.
Skínandi listaverk úr hugarsmiðju Hugleiks Dagssonar verður afhjúpað en eftirprentanir verksins verða seldar til stuðnings ADHD samtökunum
í vitundarvikunni í verslunum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins.
Boðið verður upp á fisléttar veitingar, gleði og glens :)
Allir fjölmiðlar velkomnir!
Láttu sjá þig :)
Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon framkvæmdastjóri í síma 694 7864
ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni er taugaþroskaröskun í heila sem á sér einna helst skýringu í erfðafræðilegum
þáttum. ADHD samtökin eru frjáls félagasamtök til stuðnings börnum og fullorðnum með ADHD og fjölskyldum þeirra. Samtökin
styðja einnig við fagfólk sem starfar með einstaklingum með ADHD. Þau standa fyrir fræðslu og útgáfu efnis til upplýsingar almenningi og
öllum þeim sem vilja og þurfa að kynna sér röskunina. Faraldsfræðilegar rannsóknir gera ráð fyrir því að á
Íslandi séu um 6.000 börn (um tvö börn í hverjum bekk grunnskóla) og 10.000 fullorðnir með ADHD.