Þröstur Emilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ADHD samtakanna til tveggja ára frá og með 1. nóvember. Ellen Calmon sem
starfað hefur sem framkvæmdastjóri samtakanna hefur fengið tveggja ára leyfi frá störfum eftir að hún var kosin formaður Öryrkjabandalags
Íslands.
ADHD samtökin munu samt ennþá njóta krafta Ellenar því hún situr áfram í stjórn ADHD samtakanna.
Þröstur hefur starfað sem verkefnastjóri hjá ADHD samtökunum síðan í apríl síðastliðnum og lagt mikinn metnað í
að setja sig inn í þann flókna málaflokk sem ADHD er.
Þröstur hefur mikla og fjölbreytta reynslu af vinnumarkaðnum og af störfum fyrir góðgerðar- og hagsmunasamtök. Einna þekktastur er hann
þó fyrir störf sín sem fréttamaður og fréttastjóri og úr sjónvarpi.
ADHD samtökin bjóða Þröst velkomin til starfa sem framkvæmdastjóra, full tilhlökkunar yfir nýjum og spennandi tímum hjá
samtökunum.