Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna
Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna

Skráning er hafin á fræðslunámskeið ADHD samtakanna, fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 9. og 16. febrúar 2019 - 5 tímar í hvort skipti, en boðið verður uppá léttann hádegisverð báða dagana.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Foreldranámskeið ADHD samtakanna hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og eru fyrirlesarar allir sérfræðingar hver á sínu sviði. Námskeiðin henta foreldrum og forráðamönnum, sem og öðrum fullorðnum nánum aðstandendum, t.d. afa og ömmu.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst á námskeiðið, en boðið verður uppá fjarfundarbúnað ef aðstæður bjóða uppá slíkt. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá veglegan afslátt af þátttökugjöldum, en hægt er að gerast félagsmaður í samtökunum hér.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ HÉR

DAGSKRÁ: 

Laugardagur I - 9. febrúar 2019

Kl. 10:00–11:15   Hvað er ADHD?
Kl. 11:15–11:30   Hlé
Kl. 11:30–12:45   Samskipti  innan fjölskyldna barna með ADHD
Kl. 12:45-13:30    Matarhlé
Kl. 13:30-14:45    Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert?

Laugardagur II - 16. febrúar 2019

Kl. 10:00-11:15    Lyfjameðferð við ADHD
Kl. 11:15-11:30    Hlé
Kl. 11:30-12:45    ADHD og nám
Kl. 12:45-13:30    Matarhlé
Kl. 13:30-14:45    Líðan barna með ADHD

** ATH. uppröðun fyrirlestra gæti breyst. 

Hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. 

        Einstaklingur       Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur
Félagsmenn   Kr. 19.000   Kr. 28.000
Aðrir   Kr. 28.000   Kr. 46.000

 

SKRÁNING HÉR