Fræðslunámskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD

Námskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD
Námskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD

Skráning er hafin á fræðslunámskeið ADHD samtakanna, fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 30. mars og 6. apríl 2019 - 4 tímar í hvort skipti, en boðið verður uppá léttann hádegisverð báða dagana.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Sérstaklega verður fjallað um nám, skólagöngu og þær áskoranir sem fylgja unglingsárunum.

Foreldranámskeið ADHD samtakanna hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og eru fyrirlesarar allir sérfræðingar hver á sínu sviði, m.a. Sólveig Ásgrímsdóttir, höfundur bókarinnar "Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD" sem ADHD samtökin gáfu út. Námskeiðin henta foreldrum og forráðamönnum, sem og öðrum fullorðnum nánum aðstandendum, t.d. afa og ömmu.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst á námskeiðið, en boðið verður uppá fjarfundarbúnað ef aðstæður bjóða uppá slíkt. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá veglegan afslátt af þátttökugjöldum, en hægt er að gerast félagsmaður í samtökunum hér.

Skráning er opin núna - hér

DAGSKRÁ: 

Laugardagur 30. mars 2019

10:00 -11:30

Unglingar með ADHD

 Fyrirlesari: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur

  Stutt yfirlit um einkenni ADHD, hvað breytist á unglingsárunum, mótþrói og erfið hegðun.
11:30 - 12:00

Matarhlé

12:00 -13:30

Nám og skólaganga unglinga með ADHD í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla

Fyrirlesari: Haukur Örvar Pálmason, sálfræðingur

  Áhrif ADHD á námsgetu og helstu erfiðleikar
13:30 - 14:00 Samantekt og spjall

 

Laugardagur 6. apríl 2019

10:00 - 11:30

Uppeldi unglinga - hvað er til ráða?

Fyrirlesari: Hrund Þrándardóttir, sálfræðingur

 

Hvernig samskipti í fjölskyldu geta þróast á neikvæðan hátt og hvernig hægt er að brjóta það upp, reglur og samningar

11:30 - 12:00 Matarhlé
12:00 - 13:30

Líðan unglinga með ADHD.

Fyrirlesari: Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur

   Sjálfsmynd, kvíði og depurð hjá unglingum með ADHD.
13:30 - 14:00 Samantekt og spjall

 

Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Þátttökugjöld í námskeiðinu eru sem hér segir:

        Einstaklingur       Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur
Félagsmenn   Kr. 19.000   Kr. 28.000
Aðrir   Kr. 28.000   Kr. 46.000

 

Skráning núna - hér