Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna og Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, ritari samtakanna, voru gestir Í bítinu á Bylgjunni ímorgun. Þar ræddu þær um nýútkomna bók sem þær þýddu og staðfærðu úr dönsku, "Leikskólar og ADHD - 25 ráð og verkfæri".
Lengi hefur verið spurn eftir efni um börn með ADHD og leikskólann, sem hægt er að styðjast við í vinnu með börnum með ADHD. Í þeim tilgangi að mæta þörfinni var ráðist í gerð bókarinnar.
Dönsku ADHD samtökin gáfu bókina út í fyrra en hún er hluti af KIK-verkefninu (Kærlighed I Kaos) foreldrafærninámskeiði dönsku ADHD samtakanna.
Bókin var þýdd á íslensku og staðfærð og önnuðust þær Drífa og Elín verkið.
Sorpa og Öryrkjabandalag Íslands styrktu útgáfu bókarinnar.
Í bókinni er að finna 25 ráð og verkfæri sem geta hjálpað starfsfólki leikskóla í daglegu starfi og vonandi orðið því innblástur, ásamt því að veita nýjar hugmyndir. Aðferðirnar sem lýst er, henta ekki eingöngu börnum með ADHD heldur geta þær gagnast öllum börnum.
Hlusta má á viðtalið við þær Drífu og Elínu HÉR