Armbandasala ADHD samtakanna

“Frumleg og fjölbreytt – Óheft og allskonar. Vertu þú sjálfur – Gerðu það sem þú vilt" eru einkunarorð vitundarvakingar sem ADHD samtökin efna til nú í júní. Vitundarvakningin felst í sölu armbanda til styrktar starfseminni og um leið er vakin athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD.

Efnt var til samskonar vitundarvakningar síðastliðið vor undir yfirskriftinni, “Ég er gimsteinn – Hvað með þig?”

Nú verða boðin til sölu fjölbreytt armbönd úr leðri, skreytt perlum og táknum en þau eiga að minna okkur á
fjölbreytileika mannlífsins. Jafnframt eiga þau að vísa til þess að öll eigum við okkar góðu hliðar, erum hlaðin
kostum hvert á sinn hátt og því ber að fagna fjölbreytileikanum.

Salan hefst í dag, mánudag 16. Júní en Helgi Björnsson, stórsöngvari með meiru, tekur við fyrsta armbandinu.
Það á vel við en Helgi heldur stórtónleika í Hörpunni í kvöld.
Í kjölfarið munu íþróttafélög, einstaklingar og fleiri selja armböndin um land allt. Þá verður hægt að kaupa
armböndin HÉR á vef ADHD samtakanna, www.adhd.is

Sala armbandanna er einn margra viðburða sem ADHD samtökin efna til á árinu.

Meðal annarra viðburða má nefna málþing í haust, vitundarmánuð í október, fjölbreytt námskeiðahald og útgáfustarfsemi, svo eitthvað sé nefnt en verið er að þýða bók eftir Ara Tuckman sem kemur út í byrjun vitundarmánaðar.

Án stuðnings einstaklinga og fyrirtækja gætum við ekki sinnt því fjölbreytta starfi sem við sinnum í þágu barna og fullorðinna með ADHD.