APP og ADHD frábær fyrirlestur hjá Palla

Páll Einarsson og Ellen Calmon framkvæmdastjóri
Páll Einarsson og Ellen Calmon framkvæmdastjóri

Páll Einarsson hönnuður er fullorðinn einstaklingur með ADHD sem hefur náð að nýta sér APP eða smáforrit til að skipuleggja sig og halda utan um ýmsa hluti sem erfitt getur reynst fyrir einstaklinga með ADHD.

Á fyrirlestrinum í gærkvöldi fór hann yfir ýmsa kosti sem APP verður að hafa svo það nýtist fólki með ADHD sem allra best. Hann benti á ýmis forrit og tæki sem hægt er að nýta sér. Sköpuðust góðar og gagnlegar umræður og gestir úr sal lumuðu á mörgum góðum ráðum er varðar farsíma/snjallsíma og APP.

Þá tók Páll þátt í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar um að þróa nýtt APP sem hengar fólki með ADHD. Verkefnið hlaut verðlaun og hefur nú verið sett í frekari þróun hjá fyrirtækinu funkweb.no. er von á fyrstu áfangakynningu í lok júní.

Við fylgjumst spennt með framhaldinu.