Stofn- og spjallfundur ADHD Eyjar.
ADHD Eyjar boða til opins fræðslu- og spjallfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD í Vestmannaeyjum. Með fundinum hefjum við formlegt starf ADHD Eyjar.
Formaður ADHD samtakanna, Elín H Hinriksdóttir heldur framsögu og Ása Ingibergsdóttir og Ásta Björk Guðnadóttir kynna fyrirhugað starf ADHD Eyjar og í framhaldi verður spjallað um allt það sem fundargestir vilja helst, varðandi ADHD og starfið framundan.
Samkoman fer fram Hamarsskóla Vestmannaeyja, þriðjudaginn 15. október og hefst kl 20:00. Gengið inn að vestan.
Öll velkomin, fólk með ADHD, aðstandendur, kennarar, þjálfarar og aðrir þeir sem vinna með börnum eða fullorðnum með ADHD eða vilja fræðast um ADHD. Enginn aðgangseyrir og kaffi á könnunni - skráning á viðburðinn hér.
Þeir sem vilja taka þátt og fylgjast með starfi ADHD Eyjar, geta fylgt nýrri Facebook síðu ADHD Eyjar og/eða skráð sig í lokaða umræðuhópinn ADHD Eyjar.